140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

útlendingar.

709. mál
[18:42]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta mál hefur ekki verið rætt mikið hvorki innan nefndar né í þinginu. Upplýsingar komu fram á fundi nefndarinnar frá fulltrúa innanríkisráðuneytisins að ekki hefði verið leitað eftir umsögn frá fulltrúum eða stjórnskipunarréttarfræðingum hvorki í Háskóla Íslands né Háskóla Reykjavíkur. Ég tel að í þessu framsali á valdi til töku stjórnvaldsákvörðunar í öðru landi felist í það minnsta vafi á hvort það standist stjórnarskrá og ég vil þá að stjórnarskráin njóti vafans og get því ekki greitt þessu frumvarpi atkvæði mitt.