140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

útlendingar.

709. mál
[18:45]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Af því að fullyrt er að hér sé ekki um framsal á valdi að ræða, það sé alveg skýrt, þá langar mig að vitna í greinargerð með frumvarpinu.

Á bls. 3 stendur neðst:

„Í breytingunni felst að opnað er fyrir samninga íslenskra stjórnvalda um framsal á valdi til töku stjórnvaldsákvörðunar til annars ríkis, þar eð fullnaðarafgreiðsla máls þar sem synjað yrði um vegabréfsáritun til Íslands færi fram innan stjórnsýslu þess ríkis.“

Ég tel því að rétt sé að ræða þetta hér í þinginu en afgreiða þetta ekki eins og hvert annað smámál hér í gegn.

(Forseti (SIJ): Forseti biður um hljóð í þingsalnum.)