141. löggjafarþing — 29. fundur,  5. nóv. 2012.

innflutningur á lifandi dýrum, hráu kjöti og plöntum.

[15:26]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Af orðum hæstv. ráðherra má ráða að þetta sé þá eftir allt saman umsemjanlegt, lokaorð hæstv. ráðherra fólu það í sér. Hvers vegna þarf þetta að standa í grófum dráttum í samningsmarkmiðum okkar? Af hverju segjum við ekki hreint út hvað við viljum og hvað við viljum ekki? Við viljum ekki gefa þetta eftir. Er það þá ekki ófrávíkjanleg krafa af okkar hendi? Hvað er að því að tala skýrt? Er það ekki það besta sem maður gerir í samningaviðræðum, að segja hvað maður vill? Hvernig á fólk að vita hvað við viljum ef við segjum það ekki hreint út?

Ég átta mig ekki alveg á hvað ráðherrann er að fara. Er hæstv. ráðherra að segja að honum finnist í lagi að víkja frá varnarlínum Bændasamtakanna sem þau settu fram á sínum tíma þegar þau hófu undirbúning að þeirri aðildarvegferð sem við erum í?