141. löggjafarþing — 30. fundur,  6. nóv. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

50. mál
[17:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það má vel vera að þetta sé lausn á þessu máli. Hv. þingmaður er búinn að lýsa því yfir að nefndin muni sjálf flytja nýja þingsályktunartillögu sem yrði eins konar viðbótarþingsályktunartillaga við þessa þannig að sú nefnd sem verður skipuð — það tekur einhverja mánuði — viti af því að hennar bíður annað verkefni samhliða og í framhaldi af hinu. Það er hægt að vinna mikið af þessu samhliða. Verkefnið er að skoða stöðu bankanna eftir hrun og hver örlög þeirra urðu. Ég held að það geti orðið lausn á þessu máli að sú leið yrði farin og það gert í samráði fulltrúa þingflokkanna í þeirri nefnd.