141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:17]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Tillögurnar eru ekki allar jafngrábölvaðar því að m.a. er lagt til viðbótarfjármagn til Innheimtumiðstöðvar sektar og sakakostnaðar á Blönduósi. Það er gríðarlega mikilvæg starfsemi sem sýnt hefur og sannað tilverurétt sinn. Hún hefur tryggt skilvirkari innheimtu á ýmsum kostnaði og gjöldum og hefur það haft í för með sér mikinn sparnað fyrir rekstur ríkisins og ríkisstofnana.

Við vitum að ýmsar stofnanir hafa í þrengingum sínum ákveðið að fela þessari stofnun innheimtu á alls konar gjöldum og sparað sér með því rekstrarkostnað án þess að komið hafi til viðbótarframlag til þessarar stofnunar á Blönduósi. Hún hefur getað sinnt því með starfsmönnum sínum vegna þess að þar er um að ræða sérþekkingu og mikla starfsþjálfun fólksins. Það er að minnsta kosti ástæða til að fagna því þó að það sé fátt annað jákvætt í fjárlagafrumvarpinu.