141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:57]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Þetta er svolítið sérkennilegt en forsendur hafa breyst eða virðast vera að breytast um það hvernig eigi að fjármagna þann spítala, hvernig eigi að standa að því og hvernig það á að fara hingað inn í ríkisbókhaldið. Ég verð að segja eins og er að þetta kemur örlítið flatt upp á mann. Ég hefði viljað hafa það þannig að ákvörðun Alþingis lægi fyrir staðfest um að ráðist yrði í þessa framkvæmd og þá hvað hún ætti að kosta áður en farið verður að samþykkja svona liði. Hvað ef niðurstaða þingsins verður síðan sú að ekki eigi að fara í þá vegferð og þennan leiðangur? Ef það er niðurstaðan, hvað þá?

Mér finnst heldur verra að við séum að binda okkur með þessum hætti áður en slík ákvörðun liggur fyrir formlega af hálfu Alþingis.