141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:31]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er löng hefð fyrir því að hæstv. ráðherrar séu látnir vita af því ef veru þeirra sé óskað í þingsalnum. Hægt er að finna fjölmörg dæmi um óskir stjórnarandstöðuþingmanna, sem sumir hverjir eru nú hæstv. ráðherrar, sem fylgt hefur verið eftir af mikilli festu og við þeim orðið. Þáverandi hæstv. ráðherrar hafa þá mætt hér enda eðlilegt að þeir geri það. Málið er vissulega á forræði þingsins, en hefðin er sú að ráðherrarnir komi hér og taki þátt í umræðum. Ég trúi því ekki að virðulegur forseti vilji að það verði farið að rifja upp ummæli einstakra hæstv. ráðherra, fyrrverandi hv. stjórnarandstöðuþingmanna.