141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:32]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar einfaldlega að taka undir beiðnir þeirra þingmanna sem hér hafa komið upp og hvatt forseta til að gera hæstv. ráðherrum viðvart um þá beiðni sem héðan kemur um að þeir séu viðstaddir umræðuna.

Jafnframt langar mig að beina þeirri ósk til forseta að það verði gert hlé á þessari umræðu svo að þingmenn allra flokka geti sest yfir það hvernig hægt er að ná sátt um ferli þessa máls í þinginu þannig að við getum haldið okkur við þá upphaflegu áætlun að það leiði til sátta um vernd og nýtingu þeirra virkjunarkosta sem rammaáætlunin tekur til.