141. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[00:44]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mig langar að spyrja hv. þingmann annarrar spurningar. Verkefnisstjórnin byggði vinnu sína á ákveðnum forsendum, þ.e. hún gaf sér ákveðnar stærðir til þess að vinna með. Þar á meðal var horft til þess hvert vatnasvæði virkjunar væri í tilfelli vatnsaflsvirkjunar.

Í tillögunni kemur fram nýtt hugtak, „buffer zone“, hugsanlega mætti þýða það sem áhrifasvæði. Ég fæ ekki séð að nein tilraun sé gerð til þess að skýra einhverja viðmiðun varðandi þetta áhrifasvæði, þetta svokallaða „buffer zone“. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort það sé (Forseti hringir.) réttlætanlegt að koma fram með slíkt þegar það liggur fyrir hver viðmið verkefnisstjórnar voru.