141. löggjafarþing — 54. fundur,  17. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[16:25]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég hef af þessu miklar áhyggjur. Ég hef af þessu þær áhyggjur að ef rammaáætlun verður samþykkt núna eins og hún liggur hér fyrir þá séum við ekki bara búin að sóa tímanum núna á þessu þingi í hringlandahátt og slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, heldur værum við líka að kalla á mikinn tíma sem enn ætti eftir að þurfa til að vinda ofan af áætluninni og gera hana almennilega. Núna er tíminn til að setjast niður og reyna að ná sátt um málið. Taka það aftur í það faglega ferli sem það var í áður en ríkisstjórnin komst með sínar pólitísku krumlur á það. Ég óttast að ef þessi rammaáætlun kemur til atkvæða og verður (Forseti hringir.) samþykkt þá séum við að horfa upp á mikinn tíma stöðnunar, jafnvel (Forseti hringir.) þótt við berum ekki gæfu til að (Forseti hringir.) skipta um ríkisstjórn hér í vor. (Forseti hringir.)