141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

sjúkratryggingar.

303. mál
[11:44]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni gott dæmi um fullkomið dugleysi þessarar hæstv. ríkisstjórnar. Við erum búin að taka málið fyrir á þessum tíma árs árin 2009, 2010, 2011 og núna árið 2012 (Gripið fram í.) þótt auðvitað skiptir það engu máli því að sem betur fer er þessi ríkisstjórn að fara frá. En í hvert skipti hefur ríkisstjórnin ætlað að nota árið til að fara yfir þessi mál og framkvæma þann einfalda gjörning sem er að klára það verkefni sem hafið er. Það var stefna allra stjórnmálaflokka nema Vinstri grænna þangað til þeir fóru í ráðuneytið, þá áttuðu þeir sig kannski aðeins á því hvað var á ferðinni en það er annað mál. En þvílíkt dugleysi. Fullkomin niðurlæging fyrir hæstv. ríkisstjórn.