141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:14]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég styð þessa tillögu. Ég tel mjög mikilvægt að kirkjan fái það fjármagn sem gert er ráð fyrir samkvæmt þeim samningum sem fyrir eru. Niðurskurður á þessu fé kemur fyrst og fremst niður á safnaðar- og sóknarstarfi á landsbyggðinni, kemur langharðast niður þar. Auk þess var gefið fyrirheit þegar skorið var niður til kirkjunnar fyrir næstum þremur árum að þetta kæmi til baka og við það fyrirheit á að standa. Ég greiði því atkvæði með þessari tillögu.