141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

útlendingar.

541. mál
[14:41]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu sérstaklega. Ég rak einmitt augun í þetta. Ég þekki ágætlega til þessara samninga, working holidays, og tel að íslensk ungmenni hafi ekki notið sömu réttinda og ungmenni í nágrannalöndum okkar varðandi aðgang að þessum working holidays-samningum og þá sérstaklega hvað varðar að geta unnið í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Ég fagna því að þetta er komið og vona svo sannarlega að utanríkisráðherra komi í ræðustól og tjái sig nánar um þessa samninga.

Síðan varðandi 44. gr. er talað hér um dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Talað er um hvað geti ekki talist vera sérstök tengsl en ég hef hins vegar áhuga á að heyra frá ráðherranum hvað hann telji geta fallið undir „sérstök tengsl“ fyrir nefndina að fjalla um þegar kemur að vinnslu málsins.