141. löggjafarþing — 77. fundur,  11. feb. 2013.

dagskrá næsta fundar.

[17:12]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við þingmenn Bjartrar framtíðar vorum náttúrlega ekki hafðir með í ráðum frekar en fyrri daginn við gerð dagskrár í þinginu. Mér finnst ákaflega gaman að fá nú einu sinni að taka afstöðu til dagskrár hér. Maður veit yfirleitt bara hvað er í matinn í mötuneytinu [Hlátur í þingsal.] en yfirleitt ekki hvað er á dagskrá á morgun. Það kom mér á óvart að stjórnarskráin væri ekki hér til umræðu. Sú umræða var farin af stað og ég held að það megi segja alveg óhikað að ræða þurfi það mál ansi mikið. Fyrst ég er spurður ætla ég að segja já við því. Við þingmenn Bjartrar framtíðar teljum fullt tilefni til að ræða stjórnarskrána meira.