141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

fundur í atvinnuveganefnd um stjórn fiskveiða.

[16:22]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég var nú á þessum fundi sem Jón Gunnarsson var á líka og tilkynnti að …

(Forseti (ÁRJ): Jón Gunnarsson, hv. þingmaður.)

Hv. þm. Jón Gunnarsson tilkynnti að hann hefði aldrei upplifað annað eins. Hann hefur þá væntanlega ekki upplifað mjög margt vegna þess að þetta var býsna rólegur fundur. Rétt er að menn höfðu mismunandi áherslur og hv. þm. Jón Gunnarsson lagði áherslu á að ný skýrsla yrði keypt af fyrri skýrsluhöfundum. Aðrir nefndarmenn töldu hins vegar að nægilegt væri að gefa þeim möguleika á því að veita umsögn, koma svo fyrir nefndina og skýra í hvaða þáttum farið væri eftir athugasemdum þeirra og í hvaða atriðum ekki. En að um hafi verið að ræða einhver ógurlega mikil rifrildi og gassagang, það var ekki, þetta var rólegur fundur.