141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:15]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Aðeins varðandi þetta. Það er mjög fróðlegt að heyra afstöðu hv. formanns gagnvart þeirri stóru spurningu sem var rædd ítarlega í það minnsta við 1. umr. þessa máls varðandi kjördæmaskipanina, spurninguna um landið sem eitt kjördæmi. Mér heyrist menn frekar vera að draga úr því.

Ég vek engu að síður athygli á því sem ég gat um í ræðu minni, af því að hér eiga fleiri eftir að koma upp í umræðu — ég vil gjarnan heyra hvort það sé réttur skilningur hjá mér að ætlunin sé sú að bráðabirgðaákvæðið sem er í frumvarpinu heimili að kosningalöggjöfinni verði breytt með einföldum meiri hluta á Alþingi. Er það svo? Ef svo er þá er það alveg með ólíkindum að menn gangi þannig fram.