141. löggjafarþing — 84. fundur,  20. feb. 2013.

ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

502. mál
[17:04]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við fyrstu sýn er þetta í sjálfu sér hið ágætasta mál, en í nefndinni kom fram að til standi heildarendurskoðun. Það er svolítið misræmi í því að kalla þetta afturkall stofnstyrkja. Það er vissulega verið með ýmsum ívilnunum að koma til móts við þá sem vilja koma hingað með nýja fjárfestingu. Það sem þó vekur athygli mína er að ríkisstjórnin hefur ekki notað það tækifæri til að setja inn til að mynda skattafslátt vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum, sem menn hafa nú lagt gríðarlega áherslu á, vegna þess að ESA gerði á sínum tíma athugasemdir við það.

Ég veit að málið verður kallað aftur inn til nefndarinnar á milli 2. og 3. umr. og ég legg til að þar verði betur farið yfir þetta, en ég get ekki stutt málið á þessu stigi og sit því hjá.