141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

ný stefna Vinstri grænna í Evrópumálum.

[15:16]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég er sammála grunnstefinu sem fram kemur í ályktun Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Landsfundurinn ítrekaði fyrri afstöðu sína um andstöðu gegn Evrópusambandinu, um að hagsmunum Íslands sé ekki best borgið með inngöngu í það. Því er ég hjartanlega sammála og að því leyti er ég á einu máli með og fagna þeirri afstöðu landsfundar VG. (Gripið fram í.)