141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[18:28]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Mig langar að spyrja hann aftur um 7. gr. vegna 3. breytingartillögu nefndarinnar, um þá nýju málsgrein sem á að koma á eftir 1. mgr. 7. gr. Mun þá 3. mgr. eins og hún er í 7. gr. standa óbreytt þrátt fyrir þá breytingartillögu sem meiri hluti hv. allsherjar- og menntamálanefndar leggur til? Er þetta viðbót við greinina eða erum við að breyta greininni að öðru leyti? Mér þykir þetta ekki alveg nógu skýrt.

Síðan þætti mér vænt um ef hv. þm. Skúli Helgason færi aðeins í þessar tilnefningar og hvort það gæti komið upp sú staða að aðalfundurinn sjálfur tilnefndi aðila og hvað við gætum gert ef slík staða kæmi upp.