141. löggjafarþing — 90. fundur,  6. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[18:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Er hv. þingmaður að segja að vegna þátttökuleysis í þjóðaratkvæðagreiðslum sé ekki hægt að hafa þröskuldana hærri? Er hann ekki í rauninni að segja að það sé ekkert skynsamlegt að láta aðra smíða stjórnarskrá en Alþingi? Er hann ekki að segja að núgildandi kerfi, þar sem tvö þing eiga að ákveða breytingar á stjórnarskrá, sé í rauninni betra en þjóðaratkvæðagreiðsla sem byggir á svo litlum áhuga á stjórnarskrá að óttast er að menn mæti ekki á kjörstað? Að sjálfsögðu, ef menn hafa áhuga á málinu og vilja ná fram já eða nei, mæta þeir.

Svo vildi ég spyrja um þátttöku annarra formanna á þingi. Var þeim boðið að gera breytingar á þessu eða var talað við þá um breytingar á því að hafa mörkin jafnvel önnur?