141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

skýrsla fjármálaráðherra um hagvöxt og dagskrá fundarins.

[11:06]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé einsýnt í ljósi þeirrar hörðu umræðu og að mörgu leyti ómálefnalegu athugasemda sem þingflokksformaður Vinstri grænna hefur látið falla að það sé ekkert annað að gera en að fresta þessum fundi, halda fund með þingflokksformönnum og athuga hvort vinstri grænir geti hugsað sér að sýna samstarfsfélögunum í þinginu aðeins meiri virðingu og tala ekki með þeim hætti sem hér birtist. Það er ekki líklegt til árangurs. Ég hvet aðra hv. þingmenn Vinstri grænna til að reyna að ná einhverjum sönsum inn í þessa umræðu í þeim þingflokki.