141. löggjafarþing — 109. fundur,  22. mars 2013.

umræða um dagskrármál og störf þingsins.

[11:23]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Það er athyglisvert að heyra þessar umkvartanir um fyrirspurnir þingmanna hver til annars, sérstaklega í ljósi þess að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir hefur gengið manna lengst í því að ræða við aðra þingmenn í þessari pontu um aðra þingmenn, bæði fjarstadda og viðstadda. Á það ekki síst við um samræður manna hér um hæstv. forsætisráðherra, fleiri ráðherra og þingmenn stjórnarliðsins.

Ég tek undir það sem hefur komið fram að auðvitað er mjög mikilvægt að við göngum strax til umræðu um stjórnarskrána og við þurfum aðallega að afgreiða það mál fljótt og vel og helst í heild sinni. Hins vegar sáum við merki þess í umræðunum í gær að stjórnarskrármálið er komið í málþóf og það er mjög sorglegt.

Það sem ekki er nefnt upphátt hér, en mér finnst ástæða til að nefna í ljósi þess að taka á málið í málþófsgíslingu, er 71. gr. (Forseti hringir.) gildandi þingskapa sem mér finnst tímabært að forseti skoði af fullri alvöru.