142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[15:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú geri ég ráð fyrir, og mér heyrist það á andsvari hv. þingmanns, að við séum ekki með sömu afstöðu til málsins. Það er einfaldlega þannig að frumvarpið er einfalt. Í því er gert ráð fyrir að halda sig við það fyrirkomulag sem hér hefur tíðkast, verið er að halda sig við það fyrirkomulag sem nú er raunverulega í framkvæmd. Við erum einfaldlega sammála því sem fram kemur í greinargerðinni með málinu og þess vegna er afstaða okkar einföld. Við leggjum til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt og þannig er þetta bara.

Málið er einfalt, við erum sammála því hvernig það kemur til og hvaða afleiðingar það mun hafa, þ.e. að þetta nýja ákvæði um skipan stjórnar RÚV í gegnum valnefnd, því verði hreinlega ekki hrint í framkvæmt. Svo einfalt er það mál.

Ef hv. þingmanni finnast ræður mínar í þinginu rýrar verður það bara að vera þannig.