142. löggjafarþing — 13. fundur,  25. júní 2013.

stjórn fiskveiða o.fl.

4. mál
[18:25]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það er ekkert í stefnu Pírata sem stangast á við þetta. Við heyrðum í nefndinni að þetta gæti tryggt öryggi og aðbúnað sjómanna þannig að það eru mörg góð atriði þarna. Sú gagnrýni sem við heyrðum á móti þessu var að menn mundu stækka bátana að einhverju leyti, að vísu á jafnréttisgrundvelli út af því að menn eru að stækka bátana í dag með alls konar brellum. Það að bátarnir stækki þýðir að ákveðin samþjöppun verður í greininni.

Það er ekkert, eins og ég segi, sem stangast á við stefnu Pírata í þessu máli. Aftur á móti erum við hreinlega ekki fær um að koma okkur endanlega og algjörlega inn í alla króka og kima málsins þannig að við setjum okkur alla vega ekki á móti því, en greiðum ekki atkvæði með því.