142. löggjafarþing — 21. fundur,  3. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[18:55]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ekkert sem rökstyður það að setja þetta breytingarákvæði inn í stjórnarskrána, sem er til bráðabirgða til næstu fjögurra ára. Það eina sem gæti rökstutt það að setja þetta breytingarákvæði inn er að eitthvert mál þyrfti hraðferð inn í stjórnarskrána til að vernda mannréttindi eða annað slíkt. Það er ekki fyrirsjáanlegt og ekki hefur verið rætt hvað það gæti verið. Það er því afar undarlegt að verið sé að biðja um stuðning um breytingar á stjórnarskránni þegar einungis 25 þingmenn greiddu umræddu frumvarpi atkvæði á síðasta þingi.

Það mál sem liggur fyrir þinginu eru eftirhreytur af árásum Samfylkingar og Vinstri grænna (Gripið fram í.) sem staðið var fyrir á síðasta kjörtímabili. Ég segi því nei, virðulegi forseti.