142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[23:37]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er óhjákvæmilegt að styðja þetta frumvarp því að margir fá úrlausn sem ekki eru ofhaldnir. Hitt er sérkennilegra að frumvarpið færir þeim allra, allra mest sem hafa allra, allra mest fyrir og meiri hlutinn hefur látið fram hjá sér fara í kvöld tækifæri til að gefa eitthvað til þeirra sem minna hafa milli handanna. Fólksins sem fær lítinn lífeyri úr hinum almennu lífeyrissjóðum. Þess bíður núna að borga þennan reikning og fá ekkert í sinn hlut.

Það er líka áhyggjuefni að aðferðafræðin sem valin er af hálfu hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra gengur, eins og hv. þm. Pétur Blöndal rakti áðan, þvert gegn því sammæli sem hefur verið að myndast á milli aðila vinnumarkaðarins og þvert á alla flokka um nýtt almannatryggingakerfi. Það verkefni er sett í uppnám og ábyrgðin á því er kirfilega í höndum ríkisstjórnarinnar.