143. löggjafarþing — 6. fundur,  9. okt. 2013.

sjúkraskrár.

24. mál
[16:28]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir mjög jákvæð svör. Ég er mjög ánægður með þau og sjálfsagt mun hv. nefnd taka þetta til greina.

Mig langar að nefna til skýringar að það sem oft vefst fyrir fólki þegar kemur að þessu er munurinn á gögnum og kerfinu sem sér um gögnin. Ég skil vel að það hafi verið einhverjar lagalegar hindranir fyrir því að menn hafi getað unnið við kerfin sjálf. Það er náttúrlega kjánalegt svo ekki verði meira sagt.

Ég hlakka til að koma ábendingum á framfæri við nefndina og treysti því að þetta verði ekkert mál.