143. löggjafarþing — 9. fundur,  15. okt. 2013.

mótun viðskiptastefnu Íslands.

35. mál
[17:15]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér líst vel á þetta almennt, ég er almennt ekki hrifinn af tollum. Mér finnst málflutningur hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar mjög sannfærandi af öllum þeim rökum sem hér voru tíunduð. Ég velti hins vegar fyrir mér hagfræðilegri spurningu sem varðar viðskiptajöfnuð. Ég óttast að með þessu versni viðskiptajöfnuðurinn enn þá meira. Hann er núna jákvæður, skilst mér, en stefnir í að hann verði fyrr eða síðar aftur neikvæður og ég óttast að þetta annars fína framtak geri einhvern usla í þeim efnum. Ég velti fyrir mér viðbrögðum hv. þingmanns við því.