143. löggjafarþing — 19. fundur,  11. nóv. 2013.

beiðni þingmanna um upplýsingar.

[15:04]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefur áður farið yfir það með hvaða hætti óskir af þessu tagi geta borið að. Viðkomandi þingnefndir óska eftir upplýsingum af þessu taginu og forseti greindi á sínum tíma frá því héðan úr forsetastóli hvernig ætti að vinna að þessu máli.

Hvað þetta mál áhrærir sérstaklega ber málið þannig að að fjárlaganefnd óskar eftir umbeðnum upplýsingum. Svar forsætisráðuneytisins lá síðan fyrir. Forseti tók málið upp eftir að bréf hafði borist frá þremur tilgreindum þingmönnum úr fjárlaganefnd og brást við með tilvísun til þingskapalaga. Það er alveg ljóst að forseti hefur ekki tyftunarvald í þessum efnum en hann getur auðvitað með einhverjum hætti reynt að beita tilmælum eða áhrifum sínum og forseti gerði það, óskaði eftir því við forsætisráðuneytið að þær upplýsingar sem tilkynnt hafði verið að yrði dreift opinberlega um klukkan þrjú yrðu sendar fjárlaganefnd og væntir þess að við því hafi verið orðið.