143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:56]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé líka kominn tími til að Alþingi sýni þessum málaflokki þá virðingu að skylda sveitarfélögin til að vera með fagfólk til ráðgjafar fyrir sveitarstjórnarfólk við þær ákvarðanir sem það tekur. Því miður var það þannig að í hruninu, afsakið, „hinu svokallaða hruni“, voru þessir málaflokkar skornir hvað harðast niður af sveitarfélögunum. Ég þekki það sjálf þar sem ég er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Það er allt í lagi, gott og jákvætt að setja það í lög að þessi starfsheiti og verkefni þeirra séu vernduð með lögum.