143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:03]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek aftur undir orð hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar um að vissulega hafi það gerst að ekki séu allir hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans sáttir við það sem hæstv. ráðherrar leggja fram og allur gangur á því hvað sé hægt að gera.

Ég vona að hæstv. ráðherrar sjái sóma sinn í því að taka sönsum, að taka ábendingum og líti ekki á það sem niðurlægingu þegar eitthvað er leiðrétt eða bætt sem þeir gera. Það er kannski eitt af þeim viðhorfum sem vantar hér á hinu háa Alþingi. Við þurfum að losa okkur svolítið við þetta stolt, þetta ofboðslega stolt sem við fyllumst af öllu sem við gerum, að það megi ekki breyta á nokkurn hátt því að þá sé það einhvern veginn niðurlægjandi. Við megum ekki hugsa svona.

Ég vona að hæstv. ráðherrar og þingmenn allir sjái sóma sinn í því að ganga ekki eins hart fram (Forseti hringir.) í öllum málum og mögulegt er.