143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:42]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu. Hv. þingmaður kom inn á skyldur okkar við komandi kynslóðir og það er kannski kjarninn í þessu öllu. Ég vil undirstrika það hvað við sem nú erum við völd í landinu, hvort sem það er framkvæmdarvaldið eða löggjafarvaldið, erum að gera sem er kannski óafturkræft. Hvaða áhrif hefur það að afturkalla þessi lög bara heildstætt, hvaða óafturkræf áhrif hefur það á komandi kynslóðir, hvernig sér hv. þingmaður það fyrir sér? Utanvegaakstur hefur verið nefndur. Ferðamannastraumur til landsins er alltaf að aukast — hvaða skilaboð eru það til ferðamanna, sem eru að koma hingað til lands og hafa áhuga á að skoða náttúru landsins, að verið sé að afturkalla heildstæða löggjöf um náttúruvernd?