143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:58]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Það er ekki réttlátt hvernig gjöld eru tekin af sjúklingum núna. Sumir borga himinháar fjárhæðir og aðrir borga ekki neitt, allt eftir því til dæmis hvort fólk þarf að leggjast inn á sjúkrahús eða ekki. Það er alls ekki sanngjarnt. Við í Bjartri framtíð bendum hins vegar á að í gangi er heildarendurskoðun á því hvernig á með sem sanngjörnustum hætti að innheimta gjöld af sjúklingum. Það er því fullkomlega ótímabært að leggja þessar tillögu fram. Við styðjum hana ekki, hún er þar að auki illa undirbúin og óútfærð. Við mælumst til þess að við skoðum öll þessi mál í heildarsamhengi hér í þingsal þegar nefnd, sem vinnur að því að útfæra réttlátt heildarsamhengi, hefur lokið sínum störfum.