143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[10:24]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þannig er mál með vexti að öll fjárlaganefndin mun standa að þeirri tillögu. (VigH: Meiri hlutinn.) Fyrirgefðu, meiri hluti fjárlaganefndar. Ég legg til að menn fagni því að sú tillaga kemur fram.

Ég kom því ekki að áðan um húsafriðunarsjóð að ég styð forsætisráðherra fullkomlega í því að leggja áherslu á að varðveita þær menningarminjar, ýmsar stofnanir, þar á meðal skólastofnanir, ég tala nú ekki um í kjördæmi hv. þm. Guðbjarts Hannessonar þar sem er landbúnaðarháskóli með gamlar byggingar sem virkilega væri þörf á að varðveita, halda við og gæta að þeim menningarverðmætum sem þar liggja. Ég held að það mætti taka fjármagn úr þessum húsafriðunarsjóði eða öðrum sjóðum til verndar gömlum byggingum (Forseti hringir.) í staðinn fyrir að taka af rekstri skólans sjálfs.