143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:07]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég fór aðeins rangt með hérna áðan. Mér sýndist á atkvæðatöflunni að þingflokkur Samfylkingarinnar væri klofinn í afstöðu sinni en hann er það ekki, hann situr allur hjá sem er í sjálfu sér verra vegna þess að ég var þó að vona að það væri kannski einn, jafnvel tveir sem hefðu greitt atkvæði með okkur en svo er ekki. Það er ágætt að það leiðréttist hér með.

(Forseti (EKG): Forseti vill taka það fram að um leið og atkvæðaskýringar eru hafnar er ekki hægt að hleypa fleirum að undir þeim lið.)