143. löggjafarþing — 50. fundur,  15. jan. 2014.

samstarf við Færeyjar og Grænland um málefni norðurslóða.

42. mál
[15:50]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er með mikilli ánægju sem ég greiði atkvæði með þessari tillögu til þingsályktunar frá Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, en hér ályktar Alþingi að skora á ríkisstjórnina að styrkja samstarf við Færeyjar og Grænland um málefni norðurslóða ásamt því að vinna að sameiginlegri vestnorrænni stefnumörkun varðandi norðurslóðir á þeim sviðum þar sem hagsmunir landanna fara saman og þau eru á einu máli.

Virðulegi forseti. Hér er um ákveðið skref að ræða varðandi samvinnu þessara þjóða á norðurslóðum. Því ber sérstaklega að fagna og því segi ég já.