143. löggjafarþing — 51. fundur,  16. jan. 2014.

læknaskortur.

[10:43]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra hreinskiptið svar. Það er bagalegt að ekki séu til tölur yfir þetta svo hægt sé að spá fyrir um framtíðina og að vinna út frá einhverju, gera áætlanir. Skýrslan sem var unnin 2006, um spá um þörf fyrir vinnuafl í heilbrigðiskerfinu, er um margt mjög góð en hún er úrelt. Við þurfum að fá aðra svona könnun því að forsendurnar sem þar eru eru auðvitað forsendur frá því fyrir hrun. Þar er til dæmis ekki gert ráð fyrir neinum atgervisflótta lækna, það var bara ekki líklegt í þeim veruleika sem við lifðum þá í. Hann er annar í dag. Ég hvet ráðuneytið til að halda áfram með þá vinnu sem farið var í árið 2006.