143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:08]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Okkur verður tíðrætt í þessum sal um samstöðu og jákvæðni, og um ýmislegt annað hefur verið talað undanfarna daga og vikur, en þegar á reynir er ekki raunverulegur vilji, hvorki fyrir því að sýna samstöðu né jákvæðni í máli sem við mundum ætla að þjóðin gæti sameinast um og við hér í þingsal. Það á ekki að þurfa að vera stórpólitískur ágreiningur um skipan í útvarpsráð. Það er ekki verið að tala um að stjórnarmeirihlutinn missi þar meiri hlutann heldur er verið að tala um að hafa þarna inni breiðari sjónarmið eins og samkomulag náðist um í sumar, en menn ætla að bakka út úr því.

Ég skil ekki þennan þankagang. Menn verða að fara að sýna einhverja mannlega reisn og standa við það sem er búið að gera samkomulag um og sýna fram á að við hv. þingmenn getum komist að svona niðurstöðu, að ná saman um útvarpsráð. Ég segi bara Punktur punktur komma strik og Pétur Gunnarsson áfram í útvarpsráð. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)