143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:02]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get alveg sagt það að ég mun alla vega ekki mæla gegn því að skýrslan fari til umræðu í nefnd. Ég veit hvað kom fram í ræðu fjármálaráðherra í gær — eða var það forsætisráðherra? En ég hef svo sem ekki meira um þetta að segja nema að ég er alltaf voða ánægður með að í hvert skipti sem hv. þm. Össur kemur í ræðupúltið ýjar hann að því eða segir berum orðum að ég sé æðislega gáfaður og klár lögfræðingur, en ég held að það séu að vísu mjög skiptar skoðanir um það. En ég get alveg tekið undir það með hliðsjón af þessari skýrslu og þeirri umræðu sem hér hefur farið fram að það sé ekkert óeðlilegt að málið fari í nefnd.