143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:56]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Já, bara svo ég skilji þetta nú örugglega rétt lítur hv. þingmaður ekki þannig á að eitthvað komi nákvæmlega fram í þessari skýrslu sem gefi tilefni til að menn álykti: Ja, það er ekkert um að semja, nú er bara best að pakka saman.

Ég get reyndar sagt líka að ég skil skýrsluna ekki þannig og mun koma að því í ræðu síðar að ég tel einmitt ýmislegt í þessari skýrslu segja okkur að við eigum að halda áfram. Ég tel ljóst af skýrslunni að það er um eitthvað að semja og þá sérstaklega náttúrlega í sjávarútvegskaflanum.

Það er þá líka rétt skilið hjá mér að vilji þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins sé sá að ef ekki má halda viðræðum áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu segi hann: Ja, þá vil ég þjóðaratkvæðagreiðslu til að hægt sé að halda áfram.

Get ég barnað orð hv. þingmanns einhvern veginn á þessa leið?