143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

úrskurður forseta um stjórnartillögu.

[13:46]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það var oft farið í gegnum það í gær og enn langar mig að spyrja virðulegan forseta um það. Er það virkilega svo að þegar hann segir að þetta mál, þessi umrædda þingsályktunartillaga sem eins og nú hefur komið fram er náttúrlega bara hneyksli — það er hneyksli að ríkisstjórn Íslands beri fram tillögu af þessu tagi sem í fyrsta lagi er ekki þingtæk samkvæmt fræðimönnum út af einhverju sem stendur í henni og sem við eigum að álykta um á þingi og svo í öðru lagi greinargerðin.

Það er ríkisstjórn Íslands sem leggur þetta fram. Fer ríkisstjórnin ekki með vald fyrir forsetann eða eitthvað svoleiðis? Ber forsetinn á endanum ábyrgð á þessari greinargerð? Hvað er hérna í gangi?

Ég bið forseta vinsamlegast um að líta alvarlega á þetta mál því að það er ekki eins og við séum hérna í einhverjum sandkassaleik og einhverjir götustrákar geti komið hér (Forseti hringir.) fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og lagt fram dónaskap í greinargerð.