143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[22:26]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég tel að hæstv. utanríkisráðherra sé maður að meiri eftir að hafa beðið hv. þingmann afsökunar á frammíkallinu sem hraut af vörum hans áðan. Hins vegar tel ég að umræðan sé ekki kláruð að því er varðar brigslyrðin í greinargerðinni. Ég tel eftir sem áður og held að þar sé komið sögu á þessum ágæta þingfundi að við látum honum lokið og förum hver til síns heima og hefjum svo umræðu á morgun öllu brattari.