143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[17:27]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. [Háreysti í þingsal.] Er ekki hægt að biðja hæstv. ráðherra sem (Forseti hringir.) stofna hér til ófriðar í salnum og eru með dónaskap við fólk …

(Forseti (EKG): Forseti vill biðja um hljóð í salnum.)

… að víkja úr salnum ef þeir þurfa að haga sér svona?

(Forseti (EKG): Hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir, 11. þm. Reykv. n., hefur nú orðið.)

Takk fyrir, (KaJúl: Ætlar forseti ekki að gera neinar athugasemdir?) virðulegi forseti.

(Forseti (EKG): Hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir hefur orðið.)

Takk fyrir, virðulegi forseti. Ég ætla að segja að mér finnst með endemum hvernig fólk er truflað hér í ræðustól. Ég vona að hæstv. ráðherra ætli ekki að fara að hnippa í mig.

Virðulegi forseti. Getur forseti sagt mér og öðrum þingmönnum hvað það sé sem liggur svona mikið á með skýrsluna og þessa gerræðistillögu sem hér er lögð fram? Hvað liggur svona mikið á? Eru einhver tímamörk eða eitthvað? Það mundi hjálpa okkur hér í starfinu ef (Forseti hringir.) við vissum eitthvað um af hverju þetta óðagot allt saman er.