143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

dagskrá fundarins og kvöldfundir.

[10:58]
Horfa

Sigrún Magnúsdóttir (F):

Herra forseti. Ég kveð mér hér hljóðs um fundarstjórn forseta. Mér finnst forseti hafa staðið sig vel á þeim óróleikatímum sem verið hafa hér undanfarna daga. Hann er yfirvegaður, hann sker úr málum og úrskurðar jafnóðum. Mér finnst umræðunni hér snúið nokkuð á haus þegar menn koma hér upp og telja að lengd umræðunnar á Alþingi sé hægt að skrifa á ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutann. Við höfum talað mjög lítið hér, það verður í sekúndum talið, held ég, sem ég hef verið í þessum ræðustól, svo dæmi (Gripið fram í.) sé tekið, þannig að það skrifast á ykkur, þessi óróleiki og þessi tímalengd á umræðum og ræðum. [Kliður í þingsal.]