143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[20:31]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með síðustu ræðumönnum. Nú höfum þær fréttir frá hv. 9. þm. Reykv. s., Helga Hjörvar, að einungis 28 þingmenn séu í húsi. Hér sjást náttúrlega afskaplega fáir stjórnarþingmenn og hafa ekki sést lengi og það er svolítið skrýtið og asnalegt, ef ég má nota það orð, að hér greiði stjórnarliðar atkvæði með því að hafa þingfund sem þeir ætla greinilega ekki að taka þátt í. En þó lofaði hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra því áðan að hann mundi flytja ræðu og ég hlakka til hennar. Ég er fjórði á listanum á mælendaskrá og ég vil bara lýsa því yfir að ég væri alveg reiðubúinn til að hleypa hæstv. ráðherra á undan mér ef hann svo kýs. Hvað mundi maður ekki gera til að fá hæstv. ráðherra til að tala hér af og til?