143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[20:34]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Maður hafði ákveðnar væntingar um það áðan þegar við greiddum atkvæði um lengd þingfundar að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ætluðu að vera hérna með okkur í kvöld, sérstaklega hæstv. fjármálaráðherra, hann ætlaði að vera hérna og gaf undir fótinn með það. Mér finnst alveg eðlilegt að þingmenn á mælendaskrá hleypi honum fram fyrir ef hann er kominn á mælendaskrá. Ef til vill eru hæstv. ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að semja ræður sínar núna og ég bið hv. þingmenn að gefa þeim tækifæri til að ljúka við að semja þær og koma hingað með góðar og málefnalegar ræður seinna í kvöld. Það ætti ekki að taka langan tíma. Það hlýtur að vera alveg úthugsað hjá hæstv. ráðherrum í hvaða vegferð þeir eru að fara. Þetta er ekki nein skyndiákvörðun (Forseti hringir.) svo það hljóta að vera til einhverjar ræður sem þeir geta dustað rykið af.