143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar.

417. mál
[18:55]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þannig að það sé ljóst fannst mér hv. þingmaður á engan hátt tala niður til kirkjunnar eða með óvirðingu, sannarlega ekki. Ég var einungis að árétta að við gætum kallað þessi vinnubrögð innleiðingarfrumvörp en það er kannski vegna þess að það eru ákveðin lög sem gilda um það hvernig við færum málefni kirkjunnar eða þau lög sem gilda um kirkjuna inn á þennan vettvang hér.

Ég get aflað þeirra upplýsinga og óskað eftir því fyrir hv. þingmann vilji þeir fá að vita nákvæmlega hvernig atkvæði féllu eða hvernig umræða var á kirkjuþingi. Það er ekki eitthvað sem við höfum borið fram í þessu frumvarpi. Það kemur fram samþykkt frá kirkjuþingi sem kemur til ráðherra, sem er alger regla að orðið er við og flutt inn á hv. Alþingi til meðferðar, en ég hef ekki og tel ekki að það sé hluti af umræðunni hér. Þetta var samþykkt á kirkjuþingi, hvernig atkvæði nákvæmlega féllu um einstaka afgreiðslu get ég ekki lagt mat á en öll þau mál sem flutt eru hér eru (Forseti hringir.) talin af hálfu kirkjuþings skipta miklu máli að verði afgreidd.