143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[16:52]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur fyrir þessa spurningu. Ég skal svara fyrst með já-i, þannig að það sé alveg skýrt, en svo ætla ég að segja nei vegna þess að aðgerðin beinist að þeim tiltekna hópi sem er með verðtryggð húsnæðislán. Ég ber fulla virðingu fyrir stöðu leigjenda. Við verðum að ná til þeirra með öðrum úrræðum. Það liggur fyrir að það eru að koma tillögur frá verkefnahópi á vegum húsnæðismálaráðherra. Við þurfum að auka framboð, ekki aðeins á húsnæði til leigu heldur líka til félagslegra úrræða. Þar erum við alveg sammála.