143. löggjafarþing — 98. fundur,  28. apr. 2014.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

565. mál
[18:23]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef því miður ekki þær upplýsingar hvað þetta eru miklir hagsmunir í krónum talið en það mun væntanlega verða upplýst fyrir nefndinni þegar málið kemst þangað.

Mig langar hins vegar að upplýsa hv. þingmann — sem fer hér mikinn í ræðustól þrátt fyrir að hafa það náttúrlega á sínum herðum að hafa ekki getað klárað sitt stærsta pólitíska mál fyrr og síðar, aðild að Evrópusambandinu, og hafa ekki getað klárað ýmis önnur mál, held ég, í sínu ráðuneyti — um að viss fordæmi eru fyrir því að mál sem þetta hafi verið tekið í gegnum þingið með þessum hætti. Þegar fyrir liggur hvaða mál það var og hvenær það var mun ég rifja það upp fyrir hv. þingmanni og senda honum upplýsingar um það. Hann getur verið rólegur yfir því að þetta er líklega ekki í fyrsta skipti sem þurft hefur að fara fram með svona mál með þessum hætti.