143. löggjafarþing — 101. fundur,  30. apr. 2014.

opinber fjármál.

508. mál
[17:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég spurði jafnframt um skuldbindingar vegna LSR og alveg sérstaklega TR, Tryggingastofnunar ríkisins, og vildi kannski fá svar við því í seinna andsvari hæstv. fjármálaráðherra.

Mig langaði líka að vita um skuldahlutfallið sem menn munu stefna að, hvort það sé ráð til lengri tíma að stefna að því að ríkissjóður verði almennt séð skuldlaus og alveg sérstaklega þar sem það er ákveðið í lögum að sveitarfélögin verði skuldlaus í framtíðinni. Það ætti náttúrlega að vera markmið allra að gera þessi kerfi þannig að þau fjármagni sig með sköttum hverju sinni á hverjum tíma.